Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

19.6.2015

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa skólans er lokuð vegna sumarleyfa. Hún opnar á ný þriðjudaginn 4. ágúst n.k.

 

Stjórnendur

Skólaslit mánudaginn 8. júní
5.6.2015

Skólaslit mánudaginn 8. júní

Um leið og starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þakka fyrir skólaárið sem hefur verið viðburðarríkt og gjöfult, minnum við á skólaslitin sem fram fara í húsnæði skólans á Stokkseyri mánudaginn 8. júní kl. 17:00 – 18:00.

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk BES

3.6.2015

BARNABÆR 2015 – TÍVOLÍ!

 

NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ !

 

Fimmtudaginn 4. júní opnar Barnabær kl. 10:00 og verður opið til kl. 12:00. Í ár verður TÍVOLÍ þema í Barnabæ. Mikið verður um fjörlega leiki og þrautir ásamt mörgu öðru. Í ár verða ekki BESÓAR í gangi heldur verður formið með öðrum hætti.

Aðgangsarmband kostar kr. 500 sem veitir aðgang að Tívolíinu. Síðan eru seldir aðgöngumiðar inn á ákveðin atriði í Tívolíinu og kosta 5 miðar kr. 500 og 10 miðar kr. 1000. Síðan kostar mismunandi fjölda miða inn á atriði og uppákomur.

Boðið verður upp á draugahús, tombólu, bingó, tívolíþrautir, spákonu, furðumyndatökur og margt fleira í okkar frábæra BARNABÆJAR TÍVOLÍ!!!!! Í SKÓLANUM Á STOKKSEYRI

Þó við verðum með posa þá biðjum við viðskiptavini okkar að koma með fjármuni í seðla- eða myntarformi ef mögulegt er.

Látið þetta berast til allra!!!

 

 

!ÁFRAM BARNABÆR!

BARNASKÓLINN Á EYRARBAKKA OG STOKKSEYRI

Barnabær 2015
29.5.2015

Barnabær 2015

Fáni Barnabæjar verður dreginn að húni mánudaginn 1. júní nk. þegar fríríkið verður sett á laggirnar í fimmta sinn. Barnabær er orðinn ómissandi þáttur í skólastarfinu á vordögum við ströndina. Þetta á við grunnskólann og einnig elstu nemendur leikskólans sem taka þátt í Barnabæ. Í nokkra daga í byrjun júní breyta kennarar, nemendur, foreldrar og aðrir starfsmenn skólanum í alveg einstakan smábæ með alls kyns uppákomum. Allt iðar af lífi, gleði og vinnusemi.

Í ár ætlum við að prófa okkur áfram í nýja átt, með því að opna TÍVOLÍ. Vinnustöðvar eins og draugahús, tombóla, bingó, tívolíþrautir, spákona og furðumyndatökur o.fl. hafa litið dagsins ljós og eru börnin þessa dagana að taka við ráðningarsamningum eftir langt umsóknarferli.

Þann 4. júní frá kl. 10-12 verður Barnabæjartívolíið opnað gestum og gangandi í skólanum á Stokkseyri. Við inngang þarf að kaupa sér armband á litlar 500 kr. Þar sem um tívolí er að ræða verður ekki gefinn út nýr gjaldmiðill, heldur er hægt að kaupa tívolímiða eins og í venjulegu tívolíi. Hægt er að kaupa 5 miða á 500 kr og 10 miða á 1000 kr.

 

VERIÐ VELKOMIN Í BARNABÆ!

Júdógarpar í BES
13.5.2015

Júdógarpar í BES

Þann 2. maí síðastliðinn varð Bjartþór í 8. bekk  Íslandsmeistari í -73 kg flokki undir 15 ára í júdó. Halldór í 8. bekk varð Íslandsmeistari í +80 kg flokki undir 15 ára. Úlfur í 10. bekk varð Íslandsmeistari í -90 kg flokki undir 18 ára. Um síðustu helgi varð svo Grímur Ívarsson sem var í 10. bekk í fyrra Norðurlandameistari í -90 kg flokki undir 21 árs, en hann er einnig Íslandsmeistari í sama flokki. Úlfur náði 3. sæti á Norðurlandamótinu. Snilldar árangur hjá snilldarpiltum. Hrafn og Sindri í 8. bekk og Böðvar í 5. bekk kepptu líka á mótinu og stóðu sig með sóma þótt þeir næðu ekki palli.

 

Sjá allar fréttir