Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

Júdógarpar í BES
13.5.2015

Júdógarpar í BES

Þann 2. maí síðastliðinn varð Bjartþór í 8. bekk  Íslandsmeistari í -73 kg flokki undir 15 ára í júdó. Halldór í 8. bekk varð Íslandsmeistari í +80 kg flokki undir 15 ára. Úlfur í 10. bekk varð Íslandsmeistari í -90 kg flokki undir 18 ára. Um síðustu helgi varð svo Grímur Ívarsson sem var í 10. bekk í fyrra Norðurlandameistari í -90 kg flokki undir 21 árs, en hann er einnig Íslandsmeistari í sama flokki. Úlfur náði 3. sæti á Norðurlandamótinu. Snilldar árangur hjá snilldarpiltum. Hrafn og Sindri í 8. bekk og Böðvar í 5. bekk kepptu líka á mótinu og stóðu sig með sóma þótt þeir næðu ekki palli.

 

Nú styttist í Barnabæ
12.5.2015

Nú styttist í Barnabæ

Nú eru þrjár vikur þar til Barnabær – Tívolí vikan okkar hefst. Undirbúningur er í fullum gangi og að komast mynd á skipulagið. Þessi útfærsla af Barnabæ hefur ekki verið prófuð áður hjá okkur og því í mörg horn að líta. Við óskum enn og aftur eftir foreldrum til að starfa með okkur þessa daga, í lengri eða skemmri tíma.

Sendið tölvupóst á besbarnabaer@barnaskolinn.is með upplýsingum um hvað þið viljið gera og hvenær. Við kjósum heldur að nota tölvupóstinn til þess að við getum haldið betur utan um þessar upplýsingar.

Í sameiningu getum við skapað frábæran lokahnykk á skólaárið!

Bestu kveðjur,

Barnabæjarteymið

5.5.2015

Tilkynning vegna fyrirhugðara verkfallsaðgerða Starfsgreinasambandsins

Heil og sæl!

Þar sem útlit er fyrir að boðað verkfall bílstjóra í Starfsgreinasambandinu, þar með talinn skólabílstjóri BES, verði næstkomandi miðvikudag og fimmtudag, 6. og 7. maí verður enginn skólaakstur fyrir nemendur  en skólastarf óbreytt að öðru leyti.

Ég hvet ykkur til að fylgjast með fréttum.

Bestu kveðjur! Magnús J. Magnússon, skólastjóri

 

 

Leikhópurinn LOPI
30.4.2015

Leikhópurinn LOPI

Leikhópurinn Lopi , sem er leikhópur unglingastigs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, frumsýndi leikritið ÚTSKRIFTARFERÐINA eftir Björk Jakobsdóttur miðvikudaginn 29. apríl. Sýnt var í Gimli á Stokkseyri. Leikritið fjallar um útskriftarferð 10. bekkjar að loknum skólaslitum. Í sýningunni taka þátt 11 leikarar og tæknimenn en alls komu um 20 aðilar að sýningunni. Mikil stemming var á frumsýningunni og var leikurum ákaft fagnað í leikslok. Sýningin gekk afar vel og var það þreyttur en ánægður hópur sem yfirgaf leikhúsið eftir annasaman undirbúning.

Næsta almenna sýning er fimmtudaginn 30. apríl kl. 17.30

Sýningin er hluti af verkefninu ÞJÓÐLEIKUR sem mun standa yfir á Stokkseyri 1. og 2. maí. Yfirlit yfir sýningar á ÞJÓÐLEIK eru birtar hér á heimasíðunni og einnig sent í Mentor.

Leikhópurinn þakkar öllum fyrir gífurlegan stuðning!!!!

Kennaranemar frá Kanada
15.4.2015

Kennaranemar frá Kanada

Undafarnar vikur hafa nokkrir kennaranemar frá Kanada verið í æfingakennslu hér við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nemarnir hafa verið stórhrifnir af skólastarfinu hjá okkur og aðstæðum og hafa sannarlega litað starfið okkar björtum og skemmtilegum litum. Nemendur BES hafa fengið fræðslu um Kanada ásamt því að nemarnir hafa verið virkir í kennslu og starfi BES. Meðfylgjandi er mynd úr kennslu nemanna í 7. bekk en þar sinntu þeir enskukennslu og fengu góðar móttökur og viðbrögð nemenda.

Sjá allar fréttir