Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

22.1.2015

Breytingar á skólaakstri – upphafsferðir skólabíls

 

Frá og með mánudeginum 26. janúar 2015 breytast upphafsferðir skólabílsins á eftirfarandi hátt: 

 

Frá skóla á Stokkseyri kl. 07.40  (var  07.45 )

Frá skóla á Eyrarbakka kl.  07.50  (var  07.55)

Þetta þýðir að skólabíllinn er fyrr á ferðinni í hringnum á Eyrarbakka.

 

Með kveðju

Starfsmenn BES

Ball fyrir miðstig!      
20.1.2015

Ball fyrir miðstig!      

Miðvikudaginn 21. janúar fer fram dansleikur fyrir 4.-6. bekk í skólahúsnæðinu á Stokkseyri. Inngangseyrir er kr. 350, pizzur seldar á staðnum – 200 kr. sneiðin. Dansleikurinn stendur frá kl. 17:30 -19:00. Rúta frá Eyrabakka kl. 17:15 og 19:05 til baka.

Nemendaráð

12.1.2015

Opin fræðsluerindi frá SAFT og Siggu Dögg

Á mánudaginn kemur, 12. janúar fáum við í BES fræðsluefrindi um örugga netnotkun frá SAFT fyrir 6. bekk og kynfræðslu frá kynfræðingnum Siggu Dögg fyrir 9. og 10. bekk. Seinnipart mánudags verður fræðsluerindi frá sömu aðilum fyrir foreldra allra árganga, frá kl. 17:30 – 19:30 í skólahúsnæðinu á Stokkseyri. Við vonumst til þess að sem flestir mæti enda um mikilvæg málefni að ræða. Kaffi og kleinur í boði skólans. Nánar um umfjöllunarefni mánudagsins hér að neðan:

Frá SAFT:

Erindi fyrir foreldra
Í fræðsluerindinu er farið yfir einkenni tælingarmála og hvað beri að varast í samskiptum við ókunnuga, hvað sé hægt að gera ef grunur vaknar um tilraun til tælingar og hvert sé hægt að leita. Eins fá foreldrar fræðslu um birtingarmyndir rafræns eineltis og alvarlegar afleiðingar óvarlegra samskipta og myndbirtinga á netinu, farið verður yfir slæm áhrif ofnotkunar á tölvum og neti auk þess sem bent er á leiðir til að koma netnotkun í jákvæðari farveg. Einnig verður fjallað um ýmsar tæknilegar lausnir, eins og síur, öryggisforrit og fleira.

Erindi fyrir nemendur:
Í fræðsluerindinu er farið yfir einkenni tælingarmála og hvað beri að varast í samskiptum við ókunnuga, hvað sé hægt að gera ef grunur vaknar um tilraun til tælingar og hvert sé hægt að leita. Eins fá börnin fræðslu um alvarleika rafræns eineltis og óvarlegra samskipta og myndbirtinga á netinu, farið verður yfir slæm áhrif ofnotkunar á tölvum og neti auk þess sem hvatt er til jákvæðrar og ábyrgrar netnotkunar. Fræðslan er lifandi og hvatt er til þátttöku nemenda. Stuðst er við stutt myndbönd sem að lýsa ýmsum klemmum sem komið geta upp með óvarlegri netnotkun.

Frá Siggu Dögg:
Virk kynfræðsla seinkar kynferðislegri hegðun barna og gerir hana ábyrgari og öruggari þegar
hún hefst. Rannsóknir styðja að virkja þurfi foreldra í samræðum við börn og unglinga um
kynferðisleg málefni. Umfjöllunarefnin verða kynfæri, kynlífsathafnir, klám og kynlífsmýtur, svo fátt eitt sé nefnt. Með húmor og hreinskilni að leiðarljósi er auðveldara að ræða málefni sem mörgum þykir óþægileg og jafnvel tabú. Markmið fyrirlestrarins er að kynfræðsla verði sjálfsagður hluti af samræðum foreldra við börn sín og að fræðslan styrki þeirra samskipti.

Stjórnendur

9.1.2015

Fræðsla um hringrásir – 4. bekkur

Krakkarnir í 4.bekk eru að læra um hringrásir í náttúrufræði og áttu að semja stutta kynningu fyrir hvert annað. Annars vegar um lífferla, þ.e. hvernig fræ frá blómum færist á milli í náttúrunni og hins vegar um hringrás vatnsins. Þau höfðu einstaklega gaman af og fannst ekki leiðinlegt að láta taka sig upp.

Smellið á hlekkinn hér að neðan og sjáið myndband af vinnunni,

Helga Mjöll umsjónarkennari.

4.bekkur jan 15

Gleðilegt ár!
5.1.2015

Gleðilegt ár!

Starfsfólk Barnaskólans á Eyrabakka og Stokkseyri óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegt árs og þakkar það liðna. Sólin er að hækka flugið og spennandi tímar framundan skólanum okkar við ströndina.

Sjá allar fréttir