Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
7.4.2014

Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður haldin í hátíðarsal skólans á Stokkseyri  fimmtudaginn 10. apríl.

Hátíðin hefst kl. 13:30 með hátíðardagskrá á sviði og síðan kaffiveitingum að henni lokinni. 

Nemendur mæta samkv. stundaskrá  í skólann og fara heim að árshátíð lokinni. Þau þurfa því að hafa fínu fötin með sér í skólann að morgni. Sjá nánar

Stóra upplestrarkeppnin
3.4.2014

Stóra upplestrarkeppnin

Í dag taka þau Hrafn, Vanda og Agnes Halla þátt í Stóru upplestrarkeppninni.  Keppnin fer fram í Þorlákshöfn kl. 14:00.

Við sendum okkar bestu kveðjur til keppenda BES

Skólahreysti
26.3.2014

Skólahreysti

Þórunn, Ýmir, Nikulás, Ragna Fríða, Grímur, Lára og Úlfur gangi ykkur vel í Skólahreysti í dag

13.3.2014

Unglingurinn – leiksýning 16. mars

Leiksýningin Unglingurinn á Selfossi 16. mars                 

Við komum með Unglinginn til ykkar!

Unglingurinn er frábært nýtt leikverk  sem er samið og leikið af unglingum. Sýningin hefur slegið í gegn.

UNGLINGURINN er drepfyndið leikrit en á sama tíma mjög einlægt og tekur á öllum helstu málum sem brenna á unglingum í dag. Þó að verkið sé um unglinga er það ekki síður skemmtilegt fyrir foreldra, systkini, afa og ömmur.

Þetta er tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og foreldrar fá smá fræðslu í unglingamálum! 

Miðar fást á midi.is og á staðnum
Miðaverð 2.500 kr.

        Sunnudagur  16. mars kl. 17.00 í   

Fjölbrautaskóla Suðurlands

Finnið okkur á Facebook: www.facebook.com/unglingurinn

5.3.2014

Fyrr heim á Öskudegi!

Skóla lýkur fyrr á Öskudaginn. Skóla lýkur um 13.00 óg á það við um alla bekki skólans. Með þessu er verið að gefa nemendum færi á því að fara um sveitarfélagið og syngja fyrir alla sem vilja hlusta!

Sjá allar fréttir