Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

23.2.2015

Foreldraviðtöl og vorfrí

Verkefnadagur kennara er þriðjudaginn 24. febrúar og þá er frí hjá nemendum. Viðtalsdagur er miðvikudaginn 25. febrúar og fara viðtöl fram á Stokkseyri. Foreldrar fá úthlutað viðtalstíma með börnum sínum. Ef tíminn hentar ekki hafið þið samband við umsjónarkennara. Skólavistin er opin frá 07.45 þessa daga og eru forráðamenn beðnir um að láta skólavistina vita ef menn ætla að nýta sér þessa þjónustu. Símar eru 480 3218 / 861 3691.

Minnum ykkur á vorfríið núna fimmtudaginn 26. febrúar og föstudaginn 27. febrúar. Skóli hefst svo aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 2. mars. Athugið að skólavistin Stjörnusteinar er einnig lokuð þessa daga.

Bestu kveðjur
Stjórnendur BES.

Fjáröflunar- og súputónleikar
21.2.2015

Fjáröflunar- og súputónleikar

Sunnudaginn 22. febrúar  verða haldnir fjáröflunar- og súputónleikar í sal skólans á Stokkseyri.  Núverandi og fyrrverandi nemendur skólans spila og syngja og einnig eru þarna starfsmenn og foreldrar sem koma fram. Hugmyndin með þessum tónleikum er að safna fyrir tónmenntastofuna okkar. Tónleikarnir hefjast kl. 12.00 og að þeim loknum er boðið upp á súpu og brauð gegn vægu gjaldi . Einnig eru frjáls framlög vel þegin! Vonum við að vinir og velunnarar  hugsi  hlýlega til okkar og tónmenntastofunnar.

 

19.2.2015

Dansarar, veiðimenn, fimleikadrottningar, júdófólk, lestrarhestar…

Nemendur 4. bekkjar eru daglegir að búa til hin ýmsu myndbönd, um námsefnið, lífið og tilveruna og núna síðast – áhugamál sín. Meðfylgjandi myndband unnu nemendur með kennaranum sínum, Helgu Mjöll Stefánsdóttur. Smellið á hlekkinn og njótið.

 

Áhugamál 4. bekk jan 15

Öskudagurinn í BES
16.2.2015

Öskudagurinn í BES

Á öskudaginn mega nemendur á 1. – 6. bekkjar á Stokkseyri  koma grímubúin í skólann og verðum við með sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. Dagurinn hefst með hefðbundinni kennslu nema hvað nemendur fara ekki í sund og í íþróttahúsi fá börnin að vera í sínum grímubúning.  Hádegismatur verður kl. 11:25 og klukkan 12:10 hefst öskudagsdagskráin með því að nemendur og starfsfólk marsera um skólann. Í framhaldi verður ,,kötturinn“ sleginn úr tunnunni og diskótek til kl. 13:15, en þá lýkur dagskránni og allir halda heim til sín.

         Á Eyrarbakka mun unglingastigið vera í hefðbundnu námi fram undir hádegi, þá hefst undirbúningur fyrir öskudagsball sem fram fer um kvöldið í skólahúsnæðinu á Eyrarbakka kl. 20:30 og stendur til 22:30.

 

Stjórnendur

Dreka- og töfralestur á skólabókasafninu
12.2.2015

Dreka- og töfralestur á skólabókasafninu

Á skólabókasafninu á Stokkseyri  geta nemendur í 3. til 6. bekk tekið þátt í dreka- og töfralestri.  Dreka- og töfralestur er lestrarátak, þar sem bækur um dreka og töfra eru flokkaðar í 5 þyngdarstig sem kallaðar eru gráður.  Til að klára hverja gráðu þarf nemandi að lesa ákveðinn fjölda bóka og sér bókavörður um að halda skrá yfir hvað hver nemandi hefur lesið. 

            Þegar nemandi lýkur 1. gráðu fær hann viðurkenningarskjal með nafninu sínu og byrjar þá í 2. gráðu, svo koll af kolli þar til nemandi hefur klárað allar 5 gráðurnar. Þá er afhent viðurkenningarskjal og nafnið á viðkomandi prentað á blað og sett upp á vegg í skólanum þar sem kemur fram að hann/hún sé orðin Dreka- eða Töframeistari.  Þetta hefur notið mikilla vinsælda hjá nemendum og erum við nú þegar búin að eignast nokkar Dreka- og/eða Töframeistara í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Sjá fleiri myndir hér: http://www.barnaskolinn.is/upplysingar/myndasafn/dreka-og-tofralestur/#gallery

Sjá allar fréttir