Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

21.10.2014

Árshátíð unglingastigs

Fimmtudagskvöldið 23. október næstkomandi fer árshátíð unglingastigs fram í húsnæði skólans á Stokkseyri. Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald kl. 19:30. Að loknu borðhaldi sýna nemendur skemmtiatriði og stíga svo frískan dans í kjölfarið. Dansleik lýkur kl. 23:00 og hefst þá frágangur, rútur fara heim kl. 23:30. Miði á árshátíðina kostar kr. 1500 og þarf að greiða hann fyrir kl. 13:00 á fimmtudaginn á skrifstofu skólans á Eyrarbakka. Nemendur unglingastigs fá leyfi fyrstu tvær kennslustundirnar á föstudeginum. Kennsla hefst kl. 09:55. Rúta fer frá Eyrabakka 18:45 og til baka kl. 23:30.

Stjórnendur

16.10.2014

Haustfrí

Föstudaginn 17. október og mánudaginn 20. október er haustfrí í grunnskólum Árborgar.

Fellur þá allt skólastarf niður í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Skólavistin Stjörnusteinar verður einnig lokuð þessa daga.

Skólastarf hefst skv. stundarskrá þriðjudaginn 21. október

 

Kveðjur

Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

13.10.2014

Skólavaka á Stokkseyri

Næstkomandi miðvikudag, 15. október, fer fram skólavaka í húsnæði BES á Stokkseyri. Dagskráin hefst kl 17:00 og stendur til kl. 18:30. Á dagskrá verður kynning á skólastarfinu og öllu sem því tengist. Til þess að krydda dagskrána verður bryddað upp á upplestri og tónlist. Í fjáröflunarskyni fyrir útskriftarferð munu nemendur og foreldrar 10. bekkjar selja súpu og brauð.

Með von um góða mætingu og góða samverustund,

Stjórnendur 052

8.10.2014

Útivistardagur fimmtudaginn 9. október

Fimmtudaginn 9. október er útivistardagurinn 2014. Að þessu sinni verður hann haldinn á Þrastarskógi þar sem nemendur yngra stigs takast á við ýmsar þrautir. Nemendur unglingastigs verða í stöðvavinnu í nærumhverfi skólans á Eyrarbakka.

Nemendur mæta hér í skólann á venjulegum tíma, fá sér graut og leggja síðan af stað kl. 08.30.
Eins og nafn dagsins gefur til kynna verða nemendur úti og eru þeir beðnir að klæða sig miðað við veður. Ekki þarf að taka með sér skóladót þennan dag en þeir sem eru vanir að hafa með sér nesti gera það. Borðað verður í Þrastarskógi og er matur fyrir alla nemendur. Skólahaldi lýkur þennan dag kl. 13.15.

Á Eyrarbakka mun unglingastigi spreyta sig á leikjum og hreyfingu ýmiskonar á milli kl. 10 og 12. Hefðbundin kennsla fram að því og eftir dagskrá.

Kveðjur
Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

2.10.2014

Kennaraþing 2. – 3. október

Hið árlega haustþing kennara verður haldið á Hellu  fimmtudaginn 2. október og föstudaginn 3. október. Vegna þessa verða eftirtaldar breytingar gerðar á kennslu nemenda:

Fimmtudaginn  2. október lýkur skólastarfi 13:15.

Föstudaginn 3. október  fellur skóli niður vegna haustþingsins.

Skólavistin verður opin frá kl. 07.45-17:00 fyrir skráð börn  föstudaginn 03.10.2014

Skólastjóri

Sjá allar fréttir