Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

6.8.2014

Nýtt skólaár að byrja í BES!

Nú eru stjórnendur og ritarar skólans komnir til starfa í skólanum ásamt starfsmönnum skólavistarinnar. Skólavistin opnaði í dag 6. ágúst og er opin frá kl. 08.00 – 17.00 virka daga fram að skólabyrjun.

Skólasetning er föstudaginn 22. ágúst. Nemendur og forráðamenn 1. – 6. bekkinga mæta í húsnæði skólans á Stokkseyri kl. 09.00 og nemendur og forráðmenn 7. – 10. bekkinga mæta í húsnæði skólans á Eyrarbakka kl. 11.00

Ferðir verða frá Eyrarbakka kl. 8.45  fyrir þá sem þess þurfa vegna skólasetningar á Stokkseyri og frá Stokkseyri 10.45 vegna skólasetningar á Eyrarbakka.

Með kveðju

Starfsmenn BES

 

Skólaslit BES 4. júni kl. 17.00
2.6.2014

Skólaslit BES 4. júni kl. 17.00

Skólaslit Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verða í húsnæði skólans á Stokkseyri miðvikudaginn 4. júni kl. 17.00 Skólabíllinn fer frá skólanum á Eyrarbakka kl. 16.45

Stjórnendur

Barnabær
27.5.2014

Barnabær

Barnabær var settur í gær.  Fáninn var dreginn að húni að viðstöddum íbúum Barnabæjar og þar með hófst þriggja daga vinnulota sem lýkur með markaðsdegi á föstudaginn kl. 12.  Banki Barnabæjar verður opnaður kl. 11:30 þar sem hægt verður að nálgast gjaldeyri Barnabæjar, Besóa.

Íbúar Barnabæjar eru nemendur skólans ásamt foreldrum, starfsfólki skólans og börn og starfsmenn af leikskólunum Brimveri og Æskukoti. 

Mikið líf og fjör einkennir skólastarfið þessa daga og hér koma nokkrar myndir frá hinum ýmsu starfsstöðuvum sem starfræktar eru víðsvegar í og við skólann.

Barnabæjarmyndir 

Hreinsunardagur
22.5.2014

Hreinsunardagur

Ágætu foreldrar

 

Á morgun föstudag 23. maí ætlum við í skólanum að snyrta þorpin okkar með því að tína upp rusl. Það er því mikilvægt að börnin komi klædd miðað við veður svo þau geti tekið þátt í þessu átaki.

Á morgun lýkur kennslu á Eyrarbakka (7.-10.bekk) kl. 12:30 og á Stokkseyri (1.-6.bekk) kl. 13:15 og fara þá börnin heim. Skólavistin verður opin samkv. venju.

Á mánudaginn hefst svo Barnabær og þá eiga allir nemendur að mæta í skólann á Stokkseyri. Á Barnabæjardögum verður ekki boðið upp á hafragraut á morgnana og þurfa því börnin að koma með nesti að heiman. Ávextir og mjólk verða í boði fyrir þá sem eru í áskrift. Á mánudaginn halda svo 10.bekkingar í vorferðina sína til Skagafjarðar.

 

 

Kveðjur frá skólastjórn BES

13.5.2014

Verkafall grunnskólakennara

Kæru foreldrar og forráðamenn

Eins og flestum er kunnugt hafa kennarar í grunnskólum boðað verkfall þann 15. maí n.k.. og tekur það gildi hafi ekki náðst kjarasamningar fyrir þann tíma.  Vegna þessa eruð þið beðin um að fylgjast vel með fréttum af gangi mála.

Ef til boðaðs verkfalls kemur fellur öll kennsla niður í Barnaskólanum á Eyrarbaka og Stokkseyri þann dag og því er ekki mögulegt að taka á móti nemendum meðan á verkfalli stendur.

Skólavistunin Stjörnusteinar  verður rekin með óbreyttu sniði fyrir þau börn sem þar hafa verið í vistun frá kl. 13:15.

Vakin er athygli á því að allur skólaakstur fellur niður í verkfalli.

Þeir nemendur sem hafa pantað máltíðir en neyta þeirra ekki vegna þess að skólahald leggst af meðan á verkfalli stendur fá þær endurgreiddar eða geta nýtt þær á næsta tímabili.

Allar nánari upplýsingar verður hægt að fá á skrifstofu skólans í síma 480 3200. 

Með ósk um að úr rætist

Magnús J. Magnússon,

skólastjóri

Sjá allar fréttir