Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

27.8.2014

Boðað til fundar með foreldrum og forráðamönum 9. og 10. bekkinga

Fimmtudaginn 28. ágúst n.k. er boðað til foreldrafundar í húsnæði skólans á Eyrarbakka kl. 17:30-18:30. Fundarefni eru tvö:

 

1. Sameiginleg kennsla og umsjón 9. og 10. bekkja.

2. Fundur með foreldrum/forráðamönnum 10. bekkinga um fyrirhugaða útskrifta-/vorferð.

 

Fundurinn er eingöngu fyrir foreldra eða forráðamenn.

 

Með von um góða mætingu,

Skólastjórnendur

22.8.2014

Kynningadagar á Eyrarbakka

Mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. ágúst verða óhefðbundnir dagar í skólanum á Eyrarbakka. Nemendur mæta í skólann kl. 8:15 í umsjón en munu svo sækja fyrirlesta og kynningasmiðjur á mismunandi þáttum skólastarfsins í vetur. Um er að ræða smiðjur s.s. hópefli, námstækni, félagsmál o.fl. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 27. ágúst.

Sjáumst hress á mánudaginn,

Stjórnendur

6.8.2014

Nýtt skólaár að byrja í BES!

Nú eru stjórnendur og ritarar skólans komnir til starfa í skólanum ásamt starfsmönnum skólavistarinnar. Skólavistin opnaði í dag 6. ágúst og er opin frá kl. 08.00 – 17.00 virka daga fram að skólabyrjun.

Skólasetning er föstudaginn 22. ágúst. Nemendur og forráðamenn 1. – 6. bekkinga mæta í húsnæði skólans á Stokkseyri kl. 09.00 og nemendur og forráðmenn 7. – 10. bekkinga mæta í húsnæði skólans á Eyrarbakka kl. 11.00

Ferðir verða frá Eyrarbakka kl. 8.45  fyrir þá sem þess þurfa vegna skólasetningar á Stokkseyri og frá Stokkseyri 10.45 vegna skólasetningar á Eyrarbakka.

Með kveðju

Starfsmenn BES

 

Skólaslit BES 4. júni kl. 17.00
2.6.2014

Skólaslit BES 4. júni kl. 17.00

Skólaslit Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verða í húsnæði skólans á Stokkseyri miðvikudaginn 4. júni kl. 17.00 Skólabíllinn fer frá skólanum á Eyrarbakka kl. 16.45

Stjórnendur

Barnabær
27.5.2014

Barnabær

Barnabær var settur í gær.  Fáninn var dreginn að húni að viðstöddum íbúum Barnabæjar og þar með hófst þriggja daga vinnulota sem lýkur með markaðsdegi á föstudaginn kl. 12.  Banki Barnabæjar verður opnaður kl. 11:30 þar sem hægt verður að nálgast gjaldeyri Barnabæjar, Besóa.

Íbúar Barnabæjar eru nemendur skólans ásamt foreldrum, starfsfólki skólans og börn og starfsmenn af leikskólunum Brimveri og Æskukoti. 

Mikið líf og fjör einkennir skólastarfið þessa daga og hér koma nokkrar myndir frá hinum ýmsu starfsstöðuvum sem starfræktar eru víðsvegar í og við skólann.

Barnabæjarmyndir 

Sjá allar fréttir