Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

9.9.2014

Norræna skólahlaupið

027

 

Norræna skólahlaupið verður haldið í BES eins og undanfarin ár, hlaupið verður 10. september n.k. og taka allir nemendur skólans þátt. Markmiðið er að ná sem bestum sameiginlegum árangri, hlaupa sem flesta km. samtals. 1. – 6. bekkur hleypur á Stokkseyri og 7. – 10. bekkur hleypur á Eyrarbakka. Val er um að hlaupa 2,5 km, 5 km, eða 10 km. Að hlaupi loknu verður boði uppá ískalt vatn og ávexti fyrir hlaupagarpa.

Íþróttakennarar

27.8.2014

Boðað til fundar með foreldrum og forráðamönum 9. og 10. bekkinga

Fimmtudaginn 28. ágúst n.k. er boðað til foreldrafundar í húsnæði skólans á Eyrarbakka kl. 17:30-18:30. Fundarefni eru tvö:

 

1. Sameiginleg kennsla og umsjón 9. og 10. bekkja.

2. Fundur með foreldrum/forráðamönnum 10. bekkinga um fyrirhugaða útskrifta-/vorferð.

 

Fundurinn er eingöngu fyrir foreldra eða forráðamenn.

 

Með von um góða mætingu,

Skólastjórnendur

22.8.2014

Kynningadagar á Eyrarbakka

Mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. ágúst verða óhefðbundnir dagar í skólanum á Eyrarbakka. Nemendur mæta í skólann kl. 8:15 í umsjón en munu svo sækja fyrirlesta og kynningasmiðjur á mismunandi þáttum skólastarfsins í vetur. Um er að ræða smiðjur s.s. hópefli, námstækni, félagsmál o.fl. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 27. ágúst.

Sjáumst hress á mánudaginn,

Stjórnendur

6.8.2014

Nýtt skólaár að byrja í BES!

Nú eru stjórnendur og ritarar skólans komnir til starfa í skólanum ásamt starfsmönnum skólavistarinnar. Skólavistin opnaði í dag 6. ágúst og er opin frá kl. 08.00 – 17.00 virka daga fram að skólabyrjun.

Skólasetning er föstudaginn 22. ágúst. Nemendur og forráðamenn 1. – 6. bekkinga mæta í húsnæði skólans á Stokkseyri kl. 09.00 og nemendur og forráðmenn 7. – 10. bekkinga mæta í húsnæði skólans á Eyrarbakka kl. 11.00

Ferðir verða frá Eyrarbakka kl. 8.45  fyrir þá sem þess þurfa vegna skólasetningar á Stokkseyri og frá Stokkseyri 10.45 vegna skólasetningar á Eyrarbakka.

Með kveðju

Starfsmenn BES

 

Skólaslit BES 4. júni kl. 17.00
2.6.2014

Skólaslit BES 4. júni kl. 17.00

Skólaslit Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verða í húsnæði skólans á Stokkseyri miðvikudaginn 4. júni kl. 17.00 Skólabíllinn fer frá skólanum á Eyrarbakka kl. 16.45

Stjórnendur

Sjá allar fréttir