Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

29.3.2015

PÁSKALEYFI!

Eftir frábæra árshátíðarviku þar sem vikan endaði á sýningu yngrastigs fyrir eldra stigið kom páskaleyfið. Allir fóru ánægðir heim og mæta aftur skv. stundarskrá þriðjudaginn 7. apríl . Við óskum ykkur öllum gleðilegara páska!!

Stórglæsileg árshátíð yngra stigs
27.3.2015

Stórglæsileg árshátíð yngra stigs

Fimmtudaginn 26. mars fór árshátíð yngra stigs fram á Stokkseyri. Nemendur 6. bekkjar sáu um leikrænar kynningar og nemendur 1. – 5. bekkja fluttu frábær skemmtiatriði. Að lokinni skemmtidagskrá seldu nemendur 10. bekkjar kaffi og veitingar í fjáröflunarskyni. Hátíðin var vel sótt af foreldrum og tókst framkvæmd hennar með eindæmum vel. Allir nemendur og allt starfsfólk á heiður skilinn fyrir stórkostlegan árshátíðardag.

24.3.2015

Árshátíð 1. – 6. bekkjar

Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður haldin í skólahúsinu á Stokkseyri fimmtudaginn 26. mars. Hátíðin hefst kl. 09:00 með hátíðardagskrá á sviði og síðan verður kaffisala 10. bekkinga að henni lokinni. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá  í skólann í betri fötunum. Eftirfarandi skipulag verður á árshátíðinni:

Allir bekkir yngra stigs verða með verða með atriði á sviði. 10. bekkur sér um kaffisölu í Skruggudal. Áætluð heimferð er kl. 13.15. Daginn eftir árshátíðina mæta nemendur í skólann samkvæmt stundaskrá. Dagurinn verður notaður til að ganga frá eftir árshátíðina og föndra fyrir páskahátíðina.

Eftir páska mæta nemendur í skólann þriðjudaginn 7. apríl klukkan 8.15.

Í páskavikunni verður skólavistin opin mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

Foreldrar og aðrir ættingjar velkomnir – Kaffi og kökur kr. 500 kr.  frítt fyrir yngri börn.

Kveðja,

Nemendur og starfsfólk

Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Frábær upplestarkeppni á Stokkseyri
13.3.2015

Frábær upplestarkeppni á Stokkseyri

Fimmtudaginn 12. mars var stóra upplestrarkeppnin haldin hér á Stokkseyri. Fimmtán frábærir lesarar tóku þátt í keppninni frá fimm skólum. Öflug dómnefnd var á vaktinni og tæplega eitthundrað áhorfendur nutu upplestrarins. Rammi hátíðarinnar var glæsilegur sem og öll framkvæmdin. Allir lesrara stóðu sig með prýði og hafði yfirdómarinn það á orði að hann hefði aldrei dæmt á svo jafnri keppni. Okkar keppendur, þau Lilja, Sigurbjörg og Tanja stóðu sig frábærlega og hafnaði Sigurbjörg í öðru sæti á eftir keppanda úr Sunnulækjarskóla og á undan keppanda frá Vallaskóla. Til hamingju með árangurinn Sigurbjörg og til hamingju BES! Á myndinni eru verðlaunahafar, Sigurbjörg önnur frá hægri.

 

11.3.2015

Breytingar á skólahaldi 1. – 6. bekkjar 12. mars

Næstkomandi fimmtudag, 12. mars, verður Stóra upplestarkeppnin haldin í húsnæði skólans á Stokkseyri. Fulltrúar 5 grunnskóla taka þátt í keppninni hér á Stokkseyri. Keppnin hefst kl. 14.00 en æfingar og annað byrjar kl. 13.00.

Þar sem töluvert umstang fylgir slíkri keppni og þar sem þarf að vera algjört hljóð á meðan æfingum stendur, auk annars undirbúnings verður nemendum 1. – 6. bekkjar ekið heim kl. 13.00 þennan dag.

Með kveðju,

Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Sjá allar fréttir