Akstur í dag

Það verður skólaakstur í skólann á venjulegum tíma. En veðurspáin er ekki góð og það gæti farið svo að skóla ljúki fyrr í dag ef veðrið versnar. Við bendum forráðamönnum á að það er í þeirra valdi að ákveða hvort þeir treysta sér að senda nemendur í skólann vegna veðurs. En það verður kennsla á báðum stöðum á meðan veður leyfir.