BESta upplestrarkeppnin í 7.bekk

Nemendur í 7. bekk hafa verið að æfa sig í framsögn undanfarið vegna þátttöku í Stóru upplestrarkeppninni. Í tilefni af því var haldin keppni innan bekkjarins til að velja þátttakendur í stóru keppnina. Foreldrum og 6. bekk var boðið að vera áhorfendur og voru 4 dómarar. Allir nemendurnir stóðu sig með glæsibrag og geta  verið stoltir af sinni frammistöðu. Sigurvegarar eru Signý Ósk og Ásdís María og varamenn eru Linda Ósk og Ragna Fríða. Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Sunnulæk þann 7. mars kl. 14:00. Þátttakendur í stóru keppninni eru eftirtaldir skólar: Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskólinn í Hveragerði, Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Sunnulækjarskóli og Vallaskóli.

Ragna Fríða, Signý, Ásdís og Linda Ósk
Ragna Fríða, Signý, Ásdís og Linda Ósk

      

Theódór Agnar
Theódór Agnar

 

Moira Dís
Moira Dís