Breytingar á strafsfólki skólans

Eftirtaldar breytingar hafa orðið á starfsfólki skólans: Anna Berglind danskennari hefur hætt störfum og í hennar stað hefur Karen Hrund verið ráðin í danskennsluna. Katrín Andrésdóttir verkefnisstjóri sérkennslu hverfur frá störfum í vetur og hefur Sædís Ósk Harðardóttir verið ráðin í hennar stað. Ragnheiður Jónsdóttir þroskaþjálfi kemur til starfa í fullt starf sem þroskaþjálfi, einnig koma nú aftur til starfa eftir fæðingarorlof þær Kolbrún Hulda Tryggvadóttir og Tinna Björnsdóttir. Kolbrún tekur við kennslu og umsjón í 1. bekk og Tinna í 4. bekk. Agnes Lind Jónsdóttir hefur verið ráðin sem stuðningsfulltrúi við skólann og tekur hún við af nöfnu sinni. Jóna Ólafsdóttir hefur tekið við yfirumsjón á skólavist í stað Auðar, en hún er farin í fæðingarorlof.