Breytt viðvera frá og með 31. ágúst

Kæru forráðamenn!

Frá og með 31. ágúst munu nemendur 1. – 4. bekkjar skólans ljúka sínum skóladegi kl. 13.55. Skólabíllinn mun leggja af stað frá skólanum á Stokkseyri kl. 14.00 og síðan frá skólanum á Eyrarbakka kl. 14.15 Þetta þýðir það að allir nemendur 1. – 6. bekkjar fara heim kl. 14.00 og unglingastigið kl. 14.15. Þessi 40 mín. viðbót mun verða notuð til uppbrots í skólastarfinu af margvíslegum toga. Ef nemendur eru í íþróttum eða öðru tómstundastarfi frá 13.15 – 13.55 mun verða tekið tillit til þess. Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafa sambandi við stjórnendur sem leggja sig alla fram við að svara þeim!

Kær kveðja !

 

Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.