Forvarnarmánuðurinn í Árborg 2017

Sveitarfélagið Árborg setur á hverju ári saman forvarnardagskrá sem unnið er eftir í samstarfi við hagsmunaaðila. Um er að ræða fyrirlestra og námskeið fyrir börn og fullorðna í sveitarfélaginu. Ákveðið hefur verið að nóvembermánuður verði sérstakur forvarnarmánuður þar sem forvarnarmál fá sérstaka áherslu í sínni víðustu mynd. Þetta er fyrsta árið sem þetta er gert með þessum hætti og vill sveitarfélagið leyfa hugmyndinni að þróast áfram og bæta við dagskrá mánaðarins eftir þörfum og ábendingum.

               

 

  1. nóvember kl. 18:00 – 20:00 í Vallaskóla

                „Súpufundur – Hvernig líður börnunum okkar“ – Heimili og skóli og Rannsóknir og greining, í samstarfi við Samborg, FSu og grunnskóla í Árborg, bjóða upp á fræðslu í FSu fyrir foreldra nemenda í 8.-10. bekk og ungmenna yngri en 18 ára. Á fundinum verður boðið upp á gómsæta súpu og vonast samstarfsaðilar til að sjá sem flesta foreldra/forráðamenn.

 

  1. nóvember

Verkefnið „Hugsað um barn“  hefst fyrir 9.bekk í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

  1. nóv – 1. Des – allir grunnskólar í Árborg

                               Forvarnafræðslan „Marita“ með Magnúsi Stefánssyni í 8. og 9. bekk.

 

  1. nóv – 1. des – allir grunnskólar í Árborg

Fræðsla um tölvu- og netfíkn/hegðun í  4. og 7. bekk. Eyjólfur Örn, sálfræðingur ræðir við börnin um tölvu- og netfíkn. 

 

  1. nóvember í Vallaskóla

                „Súpufundur“ – Fulltrúar frá Maritafræðslunni, Eyjólfur Örn sálfræðingur, barnavernd og lögreglan á Suðurlandi ræða við foreldra og forráðamenn barna í Árborg. Allir velkomnir en boðið er upp á súpu á fundinum.

 

Aðrir viðburðir í nóvember

                               Stelpukvöld í félagsmiðstöðinni Zelsiuz (8. – 10. bekkur)

                               Strákakvöld í félagsmiðstöðinni Zelsiuz (8. – 10. bekkur)

 

Að auki verður forvarnarhópur Sveitarfélagsins Árborgar með sérstakar forvarnarauglýsingar í gangi allan nóvember í útvarpi og prentmiðlum.

 

Eigið ánægjulegan forvarnarmánuð í Sveitarfélaginu Árborg

 

Forvarnarhópur Sveitarfélagsins Árborgar