Frábær árangur 9. bekkinga í forvarnarverkefni

Á dögunun spreyttu nemendur 9. bekkjar við Barnaskólann sig á verkefninu „hugsað um ungbarn“. Verkefnið er á vegum forvarnarnefndar Árborgar og snýr að fræðslu nemenda gagnvart ótímabærum þungunum og því ábyrgðamikla hlutverki að vera foreldri. Nemendur fengu dúkkur sem eru forritaðar líkt og ungbörn sem þýddi að nemendur þurfu að bregðast við ungbarnagráti að nóttu til, skipta um bleyjur og vagga og rugga í tíma og ótíma. Slíkt getur reynt á þolrifin en nemendur 9. bekkar stóðust prófið með stæl. Í raun svo vel að eftir því var tekið, um helmingur bekkjarins var með  100% árangur sem þýðir að hvergi voru gerð mistök í umönnun og meðferð „barnsins“. Þegar umsjónarmaður verkefnis, Ólafur Grétar Gunnarsson, frétti af glæsilegum árangi nemenda Barnaskólans heimsótti hann nemendur til að hrósa þeim fyrir frábæra vinnu.

Á meðfylgjandi myndum er Ólafur ásamt Gunnari Eysteini Sigurbjörnssyni forvarnarfulltrúa Árborgar, Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttur félagsmálastjóra Árborgar og Jónínu Ósk Ingólfsdóttur verkefnastjóra í Zelsíuz en þau koma öll að framkvæmd verkefnisins í Árborg. Á myndum eru einnig Karen Heimisdóttir umsjónarkennari bekkjarins, Magnús J. Magnússon skólastjóri BES og Páll Sveinsson aðstoðarskólastjóri BES.