Fyrirlestur um lesblindu og athyglisbrest

Á dögunum kom Finnur Andrésson úr Þorlákshöfn og heimsótti unglingastig BES á Eyrarbakka. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræða nemendur og starfsfólk um hvernig hann hafði tekist á við sína lesblindu í skóla og hvernig hann vann úr og með henni síðar á lífsleiðinni. Finnur, sem glímdi einnig við mikinn athyglisbrest og ofvirkni sem barn, náði mjög vel til áheyrenda og sköpuðust líflegar umræður. Við þökkum Finni komuna og hvetjum sem flesta skóla til að hitta Finna og sjá og heyra hans sögu.