Jákvæð samskipti

Í nóvember 2011 var lögð fyrir nemendur 4. -10. bekkjar Olweusarkönnun og komu niðustöður hennar í febrúar og voru kynntar á fámennum foreldrafundi. Meðal þess sem könnunin leiddi í ljós var að samskipti milli nemenda eru oft og tíðum frekar slæm, orðhvöss og hörð og því má segja að nemendur hafa beðið um, í gegnum þessa könnun, að tekið verði á samskiptunum. 

Við í  BES höfum þar af leiðandi tekið þá ákvörðun að leggja áherslu á bætt, jákvæð og góð samskipti skólaárið 2012-2013. Þetta starf getum við ekki unnið ein og því treystum við á gott samstarf milli heimils og skóla.

Í hverri viku er haldinn fundur í hverjum bekk og ákveðið umræðuefni tekið fyrir þar. Þau snúast um samskipti og hvernig við getum bætt þau. Við munum senda umræðuefni vikunnar með tölvupósti til heimila hvern mánudagsmorgun og hvetjum ykkur til að ræða við ykkar barn/börn um efni vikunnar.

Olweusarteymið