Jólagluggar í BES







Aðventa í Barnaskólanum á Eyrarbakka


Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri fékk úthlutað 5. desember í jóladagatali Árborgar.  Í fyrra var glugginn í skólanum á Stokkseyri en núna er hann á Eyrarbakka.

Þegar byrjað var að skipuleggja gluggann komu ýmsar hugmyndir upp en að …

lokum var ákveðið að glugginn ætti að líta út sem notalegur stofugluggi.  Kertaljós í gluggakistu og jólatré og skraut sem sæist ef að væri gáð.  Smíðakennari og húsvörður smíðuðu heljarinnar ramma og kennari ásamt nemendum aðallega úr 9. og 10. bekk sáu um hönnun.  Einnig var ákveðið að í glugganum væru jólakveðjur á mismunandi tungumálum og var þá horft á hverjir væru tvítyngdir  í nemendahópnum.


Afraksturinn má sjá á mynd og með fylgja myndir af fleirri gluggaskreytingum á Bakkanum sem nemendur hafa unnið í þessari viku.


Skoðið líka þetta:

http://www.dfs.is/frettir/740-glaesilegar-jolaskreytingar-a-eyrarbakka