Leikhópurinn Lopi sýnir Dúkkulísu

Í skólanum er starfandi leikhópur, leikhópurinn Lopi. Leikhópurinn hefur sett upp margar sýningar síðustu ár og nú á vorönn var ráðist í verkið Dúkkulísa eftir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Það eru nemendur úr 7.  – 10. bekk sem eru leikendur undir stjórn Magnúsar J. Magnússonar leiksstjóra. Nokkrar sýningar hafa verið haldnar síðustu vikur og verður síðasta sýning vetrarins sýnd miðvikudaginn 16. maí kl. 20:00. Miðaverð er kr. 1500 og rennur ágóðinn í að efla búnað í Litla leikhúsinu í gamla skólanum.