Leikskólanemendur í heimsókn





Væntanlegir nemendur í heimsókn.

Í dag mánudag 7. febrúar heimsótti elsti árgangur leikskólanema í Æsukoti og Brimveri, skólann. Hér var á ferðinni fríður hópur duglegra barna sem setjast munu á skólabekk í Barnaskólanum næsta haust, níu að tölu.

Heimsóknin er liður í “Brúum bilið” verkefninu sem er samstarfsverkefni skólanna þriggja. Markmið þess er að brúa bilið á milli leikskólastigsins og grunnskólastigisns. Barnaskólinn og leikskólarnir á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa átt gott samstarf um þetta verkefni í bráðum fjórtán ár, eða allt frá árinu 1997.
Útlit er því fyrir að næsta haust innritist í skólann fámennasti árgangur frá því að Barnaskólinn á Eyrarbakka og Grunnskóli Stokkseyrar voru sameinaðir í einn skóla

Hér eru myndir frá heimsókninni.