Olweusardagurinn í BES

Föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn var Olweusardagurinn haldinn í Barnaskólanum á Eyrabakka og Stokkseyri en dagurinn er baráttudagur gegn einelti. Nemendur og starfsfólk skólans klæddust grænum lit en græni liturinn táknar samstöðu og vinskap og er einnig litur verndarans í Olweusarverkefninu.

Eldri nemendur skólans sóttu yngri vinabekki í heimastofur og söfnuðust allir á sal skólans þar sem vinalagið úr Leikfangasögu var sungið. Að því loknu héldust nemendur og starfsfólk hönd í hönd og mynduðu keðju utan um skólan sinn og snæddu svo saman hádegisverð. Sannarlega vel heppnaður dagur við stöndina þar sem vináttan og gleðin var við völd.