Páskaleyfi framundan!!!

Núna að lokinn mikilli árshátíðarlotu stefnum við inn í páskaleyfið. Síðastliðinn miðvikudag var unglingastigið með sína árshátíð í sal skólans á Stokkseyri. Nemendur lögðu mikið í skreytingar og uppsetningu hátíðarinnar og var salurinn og borðin glæsileg! Að loknu borðhaldi þar sem íslenska lambalærið var í hávegum haft hófst öflug skemmtidagskrá sem nemendur höfðu unnið að. Voru atriðið afar góð og skemmtileg. Að því loknu var dansað af fullumkrafti. Árshátíðin tókst afar vel og öllum til sóma!

Fimmtudaginn 21. mars var síðan árshátíð allra bekkja. Fjölmenni var á árshátíðinni og kaffisala 10. bekkinga að henni lokinni var tekin með trompi. Öll atriði voru góð og metnaðarfull og skemmtu allir sér vel.

Í dag, föstudag eru nemendur að ná áttum eftir árshátíðirnar og ganga frá öllu fyrir páskaleyfið. Skóli hefst síðan aftur skv. stundarskrá þriðjudaginn 2. apríl!

Gleðilega páska!

Starfsfólk og nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri