Samlestur í tungumálakennslu

Í ensku- og dönskukennslu höfum við á unglingastigi verið með svokallaðan kórlestur/samlestur, hann virkar þannig að nemendur lesa upphátt texta úr lesbókum í tvær mínútur, hver á sínum hraða. Nemendur merkja með blýanti í lesbókina, lesa síðan sama texta frá byrjun aftur í tvær mínútur og sjá hversu miklum framförum þau taka á milli skipta. Þetta er vægast sagt að skila sér því það má greina framfarir eftir því sem skiptunum fjölgar. Flottir nemendur í Barnaskólanum!
Halldóra Björk Guðmundsdóttir