Skólaakstur fellur niður í dag, 23. janúar

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Enginn skólaakstur verður við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri í dag, 23. janúar vegna veðurs og veðurspár. Skólinn verður opinn og reynt að halda uppi kennslu samkvæmt stundaskrá. Forráðamenn eru beðnir um að meta hvort þeir sendi börn sín til skóla. Ef forráðamenn kjósa að halda börnum sínum heima óskum við eftir að þeir láti vita af því á skrifstofu skólans eða á barnaskolinn@barnaskolinn.is.

Stjórnendur