Stóra upplestrarkeppnin 13.03 2012

 Stóra upplestrarkeppnin var haldin í gær í Vallarskóla. Tveir keppendur kepptu fyrir BES en það voru þær Halla Magnúsdóttir og Þórdís Ívarsdóttir. Stóðu þær sig mjög vel og voru skólanum sínum til sóma. Svo jöfn var keppnin að dómnefnd var afar lengi að störfum. En þegar úrslit lágu fyrir kom í ljós að Þórunn Ösp Jónasdóttir úr Vallaskóla hafði sigrað, Drífa Björt Ólafsdóttir´, Sunnulækjarskóla var í öðru sæti og Vilborg Óttarsdóttir frá Hvergerði í þriðja sæti.

Upplestrarkeppnin innan BES var haldin föstudaginn 09.03 og þar voru Halla, Þórdís og Úlfur í þremur fyrstu sætunum. Keppnin var jöfn og vil ég þakka öllum sem komu að keppninni fyrir þeirra störf og keppendum okkar sérstaklega fyrir faglega vinnu!

Magnús J.
Skólastjóri