Útivistardagur fimmtudaginn 9. október

Fimmtudaginn 9. október er útivistardagurinn 2014. Að þessu sinni verður hann haldinn á Þrastarskógi þar sem nemendur yngra stigs takast á við ýmsar þrautir. Nemendur unglingastigs verða í stöðvavinnu í nærumhverfi skólans á Eyrarbakka.

Nemendur mæta hér í skólann á venjulegum tíma, fá sér graut og leggja síðan af stað kl. 08.30.
Eins og nafn dagsins gefur til kynna verða nemendur úti og eru þeir beðnir að klæða sig miðað við veður. Ekki þarf að taka með sér skóladót þennan dag en þeir sem eru vanir að hafa með sér nesti gera það. Borðað verður í Þrastarskógi og er matur fyrir alla nemendur. Skólahaldi lýkur þennan dag kl. 13.15.

Á Eyrarbakka mun unglingastigi spreyta sig á leikjum og hreyfingu ýmiskonar á milli kl. 10 og 12. Hefðbundin kennsla fram að því og eftir dagskrá.

Kveðjur
Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri