Verkafall grunnskólakennara

Kæru foreldrar og forráðamenn

Eins og flestum er kunnugt hafa kennarar í grunnskólum boðað verkfall þann 15. maí n.k.. og tekur það gildi hafi ekki náðst kjarasamningar fyrir þann tíma.  Vegna þessa eruð þið beðin um að fylgjast vel með fréttum af gangi mála.

Ef til boðaðs verkfalls kemur fellur öll kennsla niður í Barnaskólanum á Eyrarbaka og Stokkseyri þann dag og því er ekki mögulegt að taka á móti nemendum meðan á verkfalli stendur.

Skólavistunin Stjörnusteinar  verður rekin með óbreyttu sniði fyrir þau börn sem þar hafa verið í vistun frá kl. 13:15.

Vakin er athygli á því að allur skólaakstur fellur niður í verkfalli.

Þeir nemendur sem hafa pantað máltíðir en neyta þeirra ekki vegna þess að skólahald leggst af meðan á verkfalli stendur fá þær endurgreiddar eða geta nýtt þær á næsta tímabili.

Allar nánari upplýsingar verður hægt að fá á skrifstofu skólans í síma 480 3200. 

Með ósk um að úr rætist

Magnús J. Magnússon,

skólastjóri