Dagur íslenskrar náttúru

Föstudaginn 16. september s.l. var dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur í Barnaskólanum með gróðursetningu fallegs reynitrés í Þuríðargarði. Það var framkvæmdastjóri Árborgar, Ásta Stefánsdóttir, sem kom færandi hendi og afhenti skólanum reyninn til gróðursetningar. Það var svo Magnús J. Magnússon, skólastjóri Barnaskólans, sem plantaði gjöfinni fagmannlega með aðstoð nemenda.