Ferð í fuglafriðlandið

Fimmtudaginn 18. maí sl. fóru 3. og 4. bekkur ásamt kennurum og stuðningsfulltrúa sínum  saman í vettvangsferð í Fuglafriðlandið í Flóa. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur var með í för og sagði okkur frá Fuglafriðlandinu og fræddi okkur um fuglana á svæðinu. Krakkarnir höfðu sjónauka/ kíki meðferðis, nesti og góða skapið. Ferðin gekk mjög vel þrátt fyrir smá kulda og rok þar sem allir voru svo vel klæddir. Virkilega vel heppnuð og áhugaverð ferð fyrir alla.

kv. Lotta og Gunnhildur