Fyrirkomulag kennslu við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri frá og með 17. mars 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn barna við BES.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt verða talsverðar breytingar á skólastarfi frá og með morgundeginum 17. mars 2020. Við höfum skipulagt starfsemi næstu daga og vikna þannig að sem minnst rask verði á námi nemenda, eins mikið og slíku er unnt vegna aðstæðna. Megin breytingar lúta að námi, skólaakstri og mötuneyti nemenda. Hér að neðan eru þær breytingar útlistaðar.

Nám og skólasókn

Yngra stig – Stokkseyri

  • Nemendur skulu halda beint í sínar heimastofur við komu í skólann á Stokkseyri. List- og verkgreinar verða kenndar í heimastofum, sem og íþrótta- og sundtímar. Íþróttakennarar geta farið með nemendur í útihreyfingu þannig að mikilvægt er að nemendur sér vel búnir daglega.
  • Bekkir fara í þremur tímarúllum í frímínútur og hádegshlé. Þeir sitja aðskildir í mötuneyti og verða á sitthvorum staðnum í frímínútum.
  • Teymisfundir og fundir með sérfræðingum falla niður tímabundið.
  • Tölvum, bókum og spilum verður úthlutað í skólastofur, tölvuvrými verður lokað sem og skólabókasafn.
  • Bil verður á milli nemendaborða í skólastofum.
  • Reglur um nesti verða sveigjanlegar á fyrirliggjandi tímabili, þó viljum við höfða til foreldra um að útbúa hollt og gott nesti.
  • Nemendur 5. -6. bekkjar stunda nám til kl. 13:15 en þá er fyrri heimakstur dagsins. Yngsta stig stundar nám til kl. 13.55.

Eldra stig – Eyrarbakki

  • Nemendur skulu halda beint í sínar heimastofur við komu í skólann á Stokkseyri. List- og verkgreinar verða kenndar í heimastofum, sem og íþrótta- og sundtímar. Íþróttakennarar geta farið með nemendur í útihreyfingu þannig að mikilvægt er að nemendur sér vel búnir daglega.
  • Nemendur 7.-9. bekkjar verða í útistofum frá því þeir mæta að morgni til loka skóladags kl. 12:05. Þeir fá frímínútur kl. 9:35-9:55.
  • Enginn hafragrautur verður í boði og er óskað eftir því að nemendur komi með nesti, reglur um nesti verða sveigjanlegar á fyrirliggjandi tímabili, þó viljum við höfða til foreldra um að útbúa hollt og gott nesti. Nemendur á eldra stigi fá nestistíma í skólastofum fyrir frímínútur. Enginn ískápur, samlokugrill eða örbylgjuofn verður í notkun.
  • Seinni frímínútur kl. 11:15 falla niður, mötuneyti verður lokað á Eyrarbakka enda lýkur skólastarfi kl. 12:05.
  • Kennarar, nemendur og forráðamenn verða í góðum samskiptum í gegnum tölvupóst, Mentor og samkiptamiðla. Nemendum er uppálagt að halda áfram vinnu við kennsluáætlanir.
  • Námsver og tölvuver verða lokuð.
  • Bil verður á milli nemendaborða í skólastofum.

 

Akstursáætlun BES – frá og með 17. mars 2020

Umsjónakennarar BES hafa hringt í alla foreldra og forráðamenn og rætt hvort þeir vilji nota þjónustu skólabílsins. Ferðir hans eru með þessum hætti:

Til skóla:

07:50     Frá EYR – STO                   1. – 4. bekkur

08:05     Frá STO – EYR                   7. – 10. bekkur

08:20     Frá EYR – STO                   5. – 6. bekkur

 

Heim úr skóla:

12:05     Frá EYR – STO                   7. – 10. bekkur

13:15     Frá STO – EYR                   5. – 6. bekkur

13:55     Frá STO – EYR                   1. – 4. bekkur

 

Enginn hringakstur verður á Eyrarbakka. Forráðamenn eru beðnir um að koma nemendum sem eru í skólaakstri að húsnæði skólans á Eyrarbakka á réttum tíma fyrir skólaakstur. Það á einnig við um Stokkseyri. Nemendur 7. – 10. b verða að koma að húsnæði skólans á Stokkseyri fyrir brottför skólabílsins.

 

Mötuneyti á Stokkseyri

Breytingar verða á starfsemi mötuneytis Stokkseyri. Þær verða m.a. þessar: 

  • Nemendum verða afhentir diskar og hnífapör og þeim skammtaður matur.
  • Salatbar verður lokað þar sem hann er opinn og óvarinn.
  • Komið verður upp vatnstönkum fyrir nemendur og starfsmenn. Við óskum eftir því að nemendur komi með vatnsbrúsa í skólann til að minnka líkur á yfirborðssmiti.
  • Nemendur sitja í tveimur hópum, annar bekkur í innri sal og hinn í ytri.
  • Samlokugrill og örbylgjuöfn verða ekki í notkun. Starfsmenn mötuneytis útvega nemendum soðið vatn eftir þörfum fyrir núðlur og slíka matvöru.

 

 

Þar sem um fordæmalausar aðstæður er að ræða í íslensku samfélagi óskum við eftir að nemendur, foreldrar og starfsmenn skólans leggist á eitt um að framfylgja þessum aðgerðum með öryggi og heilsu okkar allra að leiðarljósi. 

 

Nánari upplýsingar veita stjórnendur. 

 

Stjórnendur og starfsmenn Barnaskólans á Eyrarabakka og Stokkseyri