Hugsað um ungabarn í BES

Nemendur 9. bekkjar fengu í dag „ungabörn“ eða dúkkur sem þau eiga að annast næstu tvo sólarhringa. Þetta er eitt af verkefnum sem forvarnarnefnd Árborgar stendur fyrir. Þessi reynsla nemenda felur í sér tækifæri til að læra um umönnun ungabarna, gera mistök og leiðrétta þau, án þess að það hafi áhrif á raunverulegt barn. Verkefnið er forvörn til að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir en einnig er verkefnið góð reynsla fyrir unglinginn að þurfa að setja sjálfan sig til hliðar um stund fyrir ,,umönnunarhlutverkið“ og geta ekki eins greiðlega gert það sem þeim kemur til hugar.

20161116_095804 20161116_095808 20161116_095811 20161116_095821