Lesið fyrir leikskólabörnin

Á dögunum komu börn frá leikskólunum Brimver á Eyrarbakka og Æskukoti á Stokkseyri í heimsókn á skólabókasafnið á Stokkseyri og í tilefni af degi íslenskrar tungu var haldin lestrarstund fyrir þau. Aníta Björg og Máni, nemendur í 4. bekk, lásu fyrir þau sögur. Aníta Björg las fyrir stelpurnar söguna Bína fer í leikskóla eftir Ásthildi Bj. Snorradóttir og Máni las fyrir strákana söguna Bína bálreiða eftir sama höfund. Leikskólabörnin voru yfir sig ánægð og einnig nemendur BES sem sinntu ábyrgðamiklu en líka skemmtilegu hlutverki.

15052127_10154685989647622_1976330683_o 15053347_10154685991042622_713386486_o 15060257_10154685994017622_2083446814_o 15127526_10154685992442622_1121906182_o 15133998_10154685992812622_1305581833_o 15134224_10154685992042622_1137822004_o