Skólanámskrá

Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis Íslands segir:

„Skólanámskrá skal vera nánari útfærsla á aðalnámskrá. Hún á jafnframt að lýsa skólastarfi hvers skóla, sérkennum hans, sérstöðu og staðbundnum aðstæðum. Öllum leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum er skylt að gefa út skólanámskrá samkvæmt lögum.“

Áður fyrr voru skólanámskrár útgefnar og prentaðar út en í dag er heimasíða skólans ígildi skólanámskrár. Á heimasíðunni er að finna þær upplýsingingar sem almennt finnast í skólanámskrám, í starfsáætlun skólans, handbók, undir bekkjardeildum og á fleiri stöðum á heimasíðu.