Stjörnusteinar

Stjörnusteinar – frístund

Stjörnusteinar – frístund hefur verið starfrækt síðan árið 1997 og er ætluð börnum í 1. – 4. bekk.

Opið er alla daga frá skólalokum til kl. 16:30 en á sérverkefnadögum í skólanum og í júní og ágúst er opið frá kl. 7:45 – 16:30.

Á frístund er pláss fyrir 25 börn og eru þar starfandi tveir starfsmenn, forstöðumaðurinn Agnes Lind Jónsdóttir og Rakel Ýr Gunnlaugsdóttir.  Meginmarkmið frístundarinnar er að börnunum líði vel, þau fái notið sín í frjálsum leik og sköpun. Við reynum alltaf að fara út í eina klukkustund á degi hverjum, stundum lengur ef gott er veður. Skólavistin er til húsa í gamla barnaskólanum á Stokkseyri.

Símar á skólavistinni: 480 3218, 480 3219 og 861 3691

Neftang : agneslind@barnaskolinn.is