Námsráðgjöf

Náms-og starfsráðgjöf í Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyri 2018-2019

Námsráðgjafi er Klara Öfjörð Sigfúsdóttir klara@arborg.is

 

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

 • Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra en er undanþeginn þagnarskyldu þegar líf, heilsa og öryggi nemenda er í húfi. Einnig ef nemandi greinir frá lögbroti.
 • Aðstoð náms- og starfsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi og auðveldi ákvörðun um nám og starf að loknum grunnskóla.

 

Aðstoð náms- og starfsráðgjafa felst meðal annars í:

 • viðtölum
 • upplýsingagjöf og upplýsingaöflun um skóla, nám, störf og atvinnulíf
 • könnun á áhugasviðum, gildismati, hæfileikum og fleira
 • kenna leikni við ákvarðanatöku

Nemendur og/eða forráðamenn geta bókað viðtöl hjá náms- og starfsráðgjafa með því að koma við, hringja eða senda tölvupóst. Einnig geta kennarar/starfsfólk skólans aðstoðað nemendur við að bóka viðtal.

 

Skólaárið 2018-2019

Nemendur í 9. -10. bekk fá markvissa náms- og starfsfræðslu í lífsleikni- eða umsjónartímum en nemendur í 5. – 8. bekk fá náms- og starfsfræðslu í styttri lotum.

Náms- og starfsfræðsla í 1.- 4. bekk er í samvinnu við umsjónarkennara.

Helsta markmið með náms- og starfsfræðslu í 7.- 10. bekk er að undirbúa nemendur sem best fyrir ákvaraðanatöku er varðar nám og störf að loknum grunnskóla.

 • Nemendur skoða hvernig þeir geta bætt náms- og lífsvenjur sínar.
 • Nemendur skoða áhugasvið sitt, styrkleika og hvar þeir fái best notið sín.
 • Nemendur þjálfist í að setja sér markmið og horfi til framtíðar.
 • Nemendur kynnist námi og störfum með upplýsingaöflun og heimsóknum í fyrirtæki og í framhaldsskóla.

Stuðst er m.a. við námsefnið Námstækni fyrir efstu bekki grunnskóla, Stefnan sett, Margt er um að velja, Vindrós og ýmis önnur verkefni frá námsráðgjafa.

 

Persónuleg ráðgjöf

Persónuleg ráðgjöf felst í að veita nemendum og forráðamönnum ýmiskonar aðstoð og stuðning svo nemendur nái settu marki í námi sínu og skólagangan nýtist sem best.

Persónuleg vandamál geta haft þau áhrif á nemandann að þau hamli honum í námi. Þau geta verið af ýmsum toga, svo sem námsleg, félagsleg og/eða tengd líðan og samskiptum. Aðstoð náms- og starfsráðgjafa miðar að því að hjálpa nemendum að leita lausna.

Náms- og starfsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda

 

Hópráðgjöf og fræðsla

Hjá náms- og starfsráðgjafa eru aðgengilegar upplýsingar um nám og störf.

Náms- og starfsráðgjafi býður upp á fræðslu í stærri og smærri hópum sem vinna að einstökum verkefnum, til dæmis vegna náms- og starfsvals, námstækni, sjálfstyrkingu og samskiptavanda.

Náms- og starfsráðgjafi byggir sjálfstyrkingarvinnu með nemendum á efni Fjársjóðsleitar, 7 venjur fyrir káta krakka og Hugarfrelsis.

 • Fjársjóðsleitin – byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar en með þeim aðferðum hefur náðst góður árangur í því að bæta líðan og sjálfsmynd eintaklinga. Unnið er að því að efla sjálfsþekkingu barna í gegnum verkefni og leiki þar sem horft er á styrkleika og unnið með jákvæðar hugsanir.
 • 7 venjur fyrir káta krakka – byggir á efni Sean Covey um markmiðsetningu og leiðtogafærni. Unnið með gildi, ábyrgð, framsýni, virðingu, samvinnu, sköpunargleði og jafnvægi út frá þeirra forsendum.
 • Hugarfrelsi – til að efla börn og unglinga og hjálpa þeim að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Áhersla er lögð á góða og djúpa öndun, slökun og sjálfstyrkingu.