Skóla- og ástundunarreglur

Nemendur hefja hvert skólaár með 10,0 í mætingareinkunn. Við að mæta seint í kennslustund, fjarvist, óásættanlega framkomu eða frávísun úr kennslustund safnast saman fjarvistarstig og er eftirfylgni með þeim að sjá á mynd hér að neðan. 

Forráðamenn nemenda fá  vikulega í tölvupósti yfirlit yfir mætingar nemandans og skólasóknareinkunn hans. Ef nemandi er uppvís að fjarvist, að koma of seint, að skrópa, honum hafi verið vísað úr kennslustund eða hann ekki mætt með námsgögnin skráir kennari það samdægurs í Mentor. Ef nemanda vantar í upphafi kennslustundar hringir kennari í ritara úr stofu sinni og grennslast fyrir um stöðu mála. Ritari hefur síðan eins fljótt og auðið er samband við foreldra ef ekki liggja fyrir eðlilegar skýringar á fjarveru nemandans. Umsjónarkennari fylgist með ástundun nemenda sinna og hefur samskipti við foreldra eins og þörf krefur.

Nemandi (5.-10. bekkur) getur einu sinni á hvorri önn, tvisvar sinnum á hverju skólaári, sótt um að hækka skólasóknareinkunn sína. Nemandi og foreldri sækja um slíkt til umsjónarkennara. Gerður er skriflegur samningur í viðtalstíma umsjónarkennara milli nemanda, foreldra og umsjónarkennara.  

Lögmæt forföll skulu tilkynnt af forráðamanni nemenda til skrifstofu skólans til skráningar svo fljótt sem verða má. Ef skriflegra vottorða er krafist eru þau gild frá forráðamanni eða lækni.

 

Ef nemendur eru mikið frá skóla vegna veikinda eða óútskýrðra leyfa gilda ákveðnar reglur um eftirfylgni þess. Þær reglur er að sjá á mynd hér að neðan.

Skólaregur Barnaskólans er að finna hér:

Skólareglur BES