Vel heppnuð Skólavaka

Miðvikudaginn 16. október fór Skólavaka Barnaskólans á Eyrabakka og Stokkseyri fram í húsnæði skólans á Stokkseyri. Dagurinn hófst á samsöng á sal og svo ávarpaði Magnús J. Magnússon skólastjóri nemendur, starfsfólk og gesti en foreldrar og forráðamenn voru boðnir á skólakynningu þar sem nemendur og starfsmenn kynntu starf vetrarins. Unglingastig kynnti faggreinar í sal skólans ásamt kennurum og yngra stig sá um kynningar í sínum heimastofum. Einnig kynnti foreldrafélag Barnaskólans sína vinnu. Nemendur 9. bekkjar sýndu stuttmynd sem unnin var á dögunum, hlekk á myndina má finna hér: https://www.youtube.com/watch?v=rWuGI9tWok0&t=547s

Stjórnendur og starfsfólk skólans eru afar ánægð með mætingu og virkni foreldra og forráðamanna á Skólavökuna á þessum flotta degi.